20.5.03

kræst svo gerði ég um helgina það sem ég hef aldrei gert áður
gerðist á stað úti á landi! - dí ég þori ekki einu sinni að segja það þannig ég sleppi því...
ég er ekki búinn að sjá matrix reloaded
ég er ekki búinn að sjá x-men: II
en ég er búinn að sjá a man apart
...
ég vona að dallas slái spurs út...
annars var ég að passa í allan dag - og gekk bara helv... vel - lilla frænka svaf vært og fórum við svo að leika smá áður en pabbinn kom heim, mjög gaman
annars er ég harður andvígismaður að þessi sorenstam kelling fái að taka þátt í golfmótinu um næstu helgi - þetta er kynjamisrétti! alveg óþolandi, ef þetta væri á hinn veginn væri allt brjálað!
annars töpuðu strákarnir í þrótti í gær, gamla liðið mitt, gegn kr - frekar ósanngjarnt, jafntefli hefði verið sanngjarnt en þetta snýst víst ekki um það - reynsluleysið varð þeim að falli! fannst að fjalli hefði geta staðið sig betur í báðum mörkunum

19.5.03

jahú...
lakers tapaði - bjóst við því - til hamingju dóri - held samt að kings séu með besta liðið (m. Webber) - efast um að Dallas geti unnið Spurs - en reyndar er Van Exel alltaf góður gegn Spurs!
arsenal vann bikarinn - vei þeir eru svo góðir (kaldhæðni)
MANCHESTER UNITED VARÐ ENSKUR MEISTARI OG NÁÐI MUN LENGRA EN arsenal Í MEISTARADEILDINNI (EINS OG ALLTAF REYNDAR)! OG ER ÞVÍ BESTA LIÐIÐ Í DAG
arsenal buff sættið ykkur við það og hættið þessu fokking væli - aumingjar...
ég er í eitthvað skrítnu skapi í dag - held ég fari og horfi á guiding light
(þar sem að ég hef ekkert að gera fyrr en í byrjun júni! - er einhver með atvinnu fyrir mig í tvær vikur eða svo?)
já og svo skoraði ég ekki gegn ks - skaut í slá! (hélt hann væri inni!)
ég skora á engum vígstöðvum
já og næsti maður sem spyr mig hví ég eigi ekki kærustu verður laminn!
hef fengið þessa spurningu að meðaltali átta sinnum á dag síðustu fjóra mánuði!
hef fengið mig full þokklega saddan af henni
og hana nú!
jæja smá blogg loksins - ef þetta helv... virkar þá!
annars helgin góð - rólegur á föstudag í heimsókn hjá brósa og sá litlu frænku skríða í fyrsta skiptið! magnaður fjandi að sjá það.
fór svo í skorradalinn til jóns ó í síðbúna afmælisveislu, frekar rólegt en nokkuð gaman þrátt fyrir það - ég drakk sáralítið enda þurfti ég að vakna um 10 á sunndagsmorgun til að keyra til siglufrjarðar (sem er á hjara veraldar! þvílíkur útnári!) - ég og sjonni lögðum í hann um 1030, svo þurfti sjonni aðeins að hvíla sig og þá ók ég bláu eldingunni, meðalhraði var 130km - og á meðan svaf sjonni vært - töpuðum svo 2-1 á ansi vafasamu marki svo ekki sé meira sagt! svo fékk einn rautt spjald og annar meiddist eftir að við vorum búnir með skiptingarnar og vorum við því ´9! síðustu 10 mín og sóttum þá án þess að það bar árangur - FJÁRINN - sjonni ók svo í bæinn á undir 4 klst sem er gott.
svo er nóg að gera á næstunni = leikur á fimmtudag, ungfrú ísland á föstudag, eurovision á laugardag, leikur við ír á sunnudag og svo afmælið mitt á mánudag!
svo byrjar námskeið í byrjun júni og svo flugið eftir það - líklega fyrsta flug svona um 7. júni! frábær tími framundan! held ég haldi upp á þetta með að eyða peningum (sem ég á ekki til) í föt!